Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, January 22, 2007

Gleðilegt nýtt ár...

og takk fyrir það gamla.

Við höfum ekki enn bloggað á þessu ári og því tími til komin.
Skólarnir eru komnir í gang, Tóta og Matti farin út og allt gegnur sinn vanagang á Kára. Mundi er alltaf rosa upptekinn, fer milli Reykjavíkur og Eyrarbakka eins og jójó til þess að við getum skemmt okkur vel á Þorrablótinu næstu helgi. Og efast ég ekki um að það eigi eftir að takast.

Mál málanna þessa daganna er samt HM í handbolta, ég varð fyrir miklum vonbrigðum eins og flestir aðrir íslendingar með leikinn gegn Úkraínumönnum í gær. Verðum bara að vona að við tökum Frakkana.

Annars er voða lítið í fréttum,
Þangað til næst...