Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, October 30, 2006

Pæling

Loksins er ég búin með ritgerðina, fékk góða ómetanlega aðstoð frá Þórhildi í Þýskalandi.
Merkilegt hvað vikurnar og mánuðirnir fljúga áfram, finnst eins og það hafi verið mánaðarmót í gær en viti menn þau eru komin aftur. Tímin flýgur þegar gaman er :)
Ég hef horft svoldið mikið á sjónvarp undanfarið, eða meira en venjulega. Ég hef verið að fylgjast svoldið með slagorðum í auglýsingum sem yfirleitt meika engann sens. Hvað er átt við með þegar sagt er að góður drykkur felist í góðu jafnvægi? Kristall gott jafnvægi? Ég skil þetta ekki alveg. Annað dæmi um þetta er Volvo falleg stærðfræði. Það er alveg fáránlegt hvað kemur stærðfræði volvo við.
Í auglýsingum er líka alltaf verið að reyna að búa til einhver voða fín orð eins og RISAsmár sem er bara bull, þó svo að reynt sé að skýra þetta orð er bara ekkert til sem er risasmátt. Ef maður hlustar vel á auglýsingarnar kemur í ljós að þetta eru stundum bara algjörlega samhengislausar setningar sem hljóma bara vel.

Þetta átti ekki að vera kvart, bara svona til að vekja ykkur til umhugsunar.
Mig langar líka að vita hvort að auglýsingar hafi áhrif á fólk almennt. Ég held að þær hafi ekki áhrif á mig, í mesta lagi bíó og video auglýsingar en ekki bónusauglýsingar eða rúmfatalagersauglýsingar.

Tuesday, October 24, 2006

TZETZE

Nú er fokið í flest skjól. Þegar maður eyðir tímanum sem maður neyðist til að vera á þjóðarbókhlöðunni í að vafra á netinu og blogga er maður komin á hættulegt stig einbeitingaleysis eða athyglisbrests. Ég er hérna einungis vegna þess að það er hola á stundasrkránni minni sem er of stutt til að rölta heim. Ekki er það vandamálið að lítið sé að gera eða að ég sé ekki með bækur, nei vandamálið er að það er svo mikið að gera að ég get ekki ákveðið á hverju er best að byrja. Það að vafra á netinu er því það eina lausnin.
Annars eru nú fleiri vandamál sem hrjá mig þessa dagana. Ég er hrædd um að flugnabú hafi myndast eihversstaðar á Kárastíg og í því búa hinar skæðu tzetze flugur sem valda svefnsýki. Ég og aðrir heimilsimenn eigum það svoldið til að sofa yfir okkur, sem kemur nú fyrir á bestu bæum, en virðist koma of oft fyrir á Kára. Óskar er reyndar ónæmur fyrir þessari veiki að ég held því honum tekst að koma sér í vinnu á réttum tíma. Það alvarlegasta við þetta er að ég virðist geta sofið í allt að 14 tíma á sólarhring sem er ekkert normal. Það þýðir því að eftir svefn gefst ekki mikill tími á sólarhringnum fyrir nokkuð annað.

Það er þó ekki allt að fara til fjandans, það gengur allt ágætlega þrátt fyrir þetta og stjórnmálafræðin er oftast nær skemmtileg.
Við fórum öll saman í bíó í gær á mýrina og held ég að ég geti mælt með henni, (reyndar skildum við nancy og milo eftir heima).
Hætt í bili, þarf að fara í vinnnulagstíma, bless kex

Tuesday, October 17, 2006

Eruð þið tilbúin í lotu 3?

Lífið gegnur sinn vanagang hjá fimm fræknu á Kárastíg. Skólarnir komnir á fullt og ég veit ekki betur en að á silfri sé alltaf allt á fullu.
Ég þarf að skila ritgerð 1. nóv. og eru stressköstin farin að koma með æ styttra millibili. Fór á þjóðarbókhlöðuna áðan og sótti þar bunka af bókum sem ég veit ekki hvort að munu nýtast mér. Venjan er nú orðin sú að mundi vakir nætur fyrir mánudaga að skrifa ritgerðir eða fyrirlestra.
Esjan er orðin hvít og kuldabola hefur tekist að naga sér leiðir inn á okkar annars ágæta heimili. Við erum því byrjuð að kynda sem samkvæmt reglum má gera eftir 15. okt. Samt er þörf á ullasokkum allan sólahringinn.
Míló og Nancy eru kát og hafa þau alltaf þörf fyrir að tjá sig um alla mögulega hluti og vilja helst að maður horfi á þau allan sólarhringinn, en þau biðja fyrir góðum kveðjum til skötuhjúa í Bournemouth.
En nú kemur það sem allir bíða spenntir eftir, HVER ER MAÐURINN?
Í síðustu viku var það Auður sem sigraði keppnina og óskaði hún eftir blandi í poka í verðlaun, við viljum biðjast velvirðingar á seinnkun verðlaunanna en þau munu berast fljótlega.
Minnum svo fólk á að sigurvegarinn getur valið sér verðlaun en sá sem gefst upp skuldar okkur verðlaun.
Verið nu dugleg að giska og við verðum dugleg að svara
HVER ER MAÐURINN??

Monday, October 16, 2006

titill

Góðann daginn.
Ég afgreiddi Guðmund Ármann í kleinunni í dag.
Ég hef svo sem ekkert að segja en það kom áskorun í kommennti um að blogga meira.
Hei jú, ég verð kominn í jólafrí þann 13, des. sem er vel. ekki verið búinn svona snemma áður síðan ég byrjaði á leiksóla.
kv. mundi.