Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, December 20, 2006

Jólakort

Þar sem ég sendi ekki jólakort og mun ekki hitta fólk í jólamessu eða -boði sendi ég mitt jólakort hér með:

Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eru´að koma jól.
Siggi er á síðum buxum,
Solla´á bláum kjól.
:/: Solla´á bláum kjól :/:
Siggi er á síðum buxum,
Solla´á bláum kjól.

Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.

Pabbi enn í ógnarbasli
á með flibbann sinn.
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn".

Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.
Á borðinu ótal bögglar standa,
-bannað að gægjast í.
Kæru vinir, óskup erfitt
er að hlýða því.

Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá.

Loksins hringja kirkjuklukkur
kvöldsins helgi inn.
Á aftansöng í útvarpinu
allir hlusta um sinn.

Mamma ber nú mat á borð
og mjallahvítann dúk
Hún hefur líka sett upp svuntu,
Sem er hvít og mjúk.

Nú er komin stóra stundin,
staðið borðum frá,
nú á að fara að kveikja á kertum,
kætast börnin smá.

Ungir og gamlir ganga kringum
græna jólatréð.
Dansa og syngja kátir krakkar.
kisu langar með.

Leikföng glitra, ljósin titra,
ljómar stofan öll.
Klukkur hringja, krakkar syngja
kvæði og lögin snjöll.

Stelpurnar fá stórar brúður,
strákar skíðin hál.
Konan brjóstnál, karlinn vindla,
kisa mjólkurskál.

Síðan eftir söng og gleði
sofna allir rótt.
Það er venja að láta ljósin
loga á jólanótt.

Jólin, kv. mundi

Monday, December 18, 2006

ARGASTA ÞVÆLA

Hvað gerirst? Þegar maður fullur bjartsýni með hvítan koll skrárir sig í háskólann og sækir um fullan námstyrk. Fellur svo harkalega til jarðar um jólin og áttar sig á því að þetta er ekki svo einfallt. Lín skrúfar fyrir og maður situr eftir með sárt enni, rétt tvítugur og skuldugur upp fyrir haus.
Jú maður lítur til forfeðra vorra íslendinga. Vísitöluskáldanna sem allir luku námi frá menntaskólanum í Reykjavík með sæmingi fóru svo utan og námu lög. Þeir hafa líklega líka fallið til jarðar, því flestir flosnuðu þeir upp úr námi og má ætla að það hafi verið vegna þess að velgjörðarmenn þeirra hafi heimtað endurgreiðslur og hætt að styrkja þá. Þeir snéru sér þá að drykkju, komu til íslands og gerðust skáld. Fóru að skrifa um ættjarðarást, eða um eymd og volæði. Dóu svo fyrir aldurfram vegna ofdrykkju. Maður ætti þá kannski að fara að semja?
Pæling....
Nei svo einfalt er það ekki. Ég vona nú að þetta sé að hafast. Síðasta prófið er á morgun. Vandamálið er hins vegar að ég hef nægan tíma í viðbót en get bara eiganveginn einbeitt mér af þessari einstaklega leiðinlegu lesningu um upphaf nútímaþjóðfélags. Geri mér fulla grein fyrir því að það eru fullt af hlutum sem ég ekki kann skil á en...
Ansans vesen

Léttara hjal. Jólafrí á morgun og ætlum við að taka jólaspilið á einu kvöldi, það verður gaman. Svo koma Tóta og Matti heim og þá Ágústa, nóg um að vera.

Jæja, einungis 14 tímar í próf og um að gera að reyna að gera eitthvað
Næst verð ég komin í jólafrí:)
Skál!!

Wednesday, December 13, 2006

Væl og volaæði

Þá er komið að því. Ég fer í mitt fyrsta háskólapróf núna klukkan hálf tvö. Hef ekki eirð í mér til að lesa lengur og veit ekki alveg hvað skal til bragðs taka. (taka hár úr hala?) En ég er semsagt að fara í próf eftir smá, veit ekki hvað ég kann og engan veginn hvað bíður mín. Ég var líka svo óstjórnlega heppinn að ég fékk eitthvern skemmtilegan augnsjúkdóm í fyrradag svo nú sit ég með rautt auga sem er við það að fara að poppa út úr augntóftinni. Væri nú skemmtilegt ef það gerðist á prófi:) Stressið hefur ekki komið af jafnmikilli hörku þetta ár og undanfarin ár samt er ég með plástur á puttum, skýtið.
Annað sem pirrar mig núna er að ég er með Hjólin á strætó hring hring hring hring hring hring..... á heilanum. Það er nú vegna þess að Mundi er kominn í jólafrí og þá kemur maður að sjálfsögðu syngjandi heim. Mundi valdi þetta lag í þetta skiptið sem er alveg óskiljanlegt.
En þetta verður vonandi fljótt búið, þangað til næst...

Wednesday, December 06, 2006

Desember, fesember

Hvað á það að fyrirstilla að hafa desember svona kúfullan mánuð. Þetta er alveg svakalegt, jól, áramót, próf, vetur, myrkur, próf, próf, próf (og reyndar afmælið hennar Gússu). Við sitjum hér í rusli upp fyrir haus að reyna að einbeita okkur að lestri en ekkert gengur. Ekki búnir nema nokkrir dagar af törninni en ástandið er líkt og að við séum búin að vera hér í marga mánuði.
Þögnin verður til þess að þér dettur eitthvað sniðugt í hug, nefnir það og þá byrjar bull í einn og hálfan tíma a punktur, m punktur, k punktur. Það gagnast manni nú lítið. Við erum reyndar svoldið mörg núna og ekki bætir það úr skák nema hvað að hér er enn meira stuð.

Biggi var sendur í drekann áðan til að bæta ástandið en hefur nú algjörlega misst allt traust til þess að vera innkaupastjóri. Bað hann að kaupa frostpinna, en hann keypti létt lurk (ekki gott) og verst af öllu, HANN KEYPTI TAP. Hvað gekk manninum til?

Helga er líka búin að vera hér síðan í gær að reyna að halda okkur við efnið, held samt bara að við höfum haft slæm áhrif á hana.

Kannski komin tími til að fá okkur eitthvað í gogginn, hella á könnuna og reyna að komast á flug

Hvar er andinn?