Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, January 19, 2006

Slæmar og góðar fréttir

Er hægt að vera endalaust óheppin?´
Það gerðist í snemma í september að gleraugun mín sviptust af mér lentu á götunni, stigið var á þau og þau eyðilögðust.
Það varð úr að ég þurfti að kaupa mér ný.
Gleraugun mín eru því ekki gömul. Í dag fór ég svo í fótbolta í hljómskálagarðinum í leikfimitíma. Það vildi ekki betur til en boltin fór í mitt fés og gleraugun mín brotnuðu. Ég þarf því aftur að kaupa mér ný gleraugu á innan við ári, vesalings ég.

En nú er komið að góðu fréttunum. Við Mundi töluðum við nokkur fólk sem hafði áhuga á því að leigja með okkur í dag. Allt voru þetta útlendingar ein frá póllandi, einn frá kína og einn frá danmörku/noregi.
Eftir viðtölin vorum við ekki mjög kát og sáum að erfitt væri að búa með ókunnugu fólki.
En þar sem við mundi erum svo heppinn að eiga góða að komumst við að því að við getum búið hér ein það sem eftir lifir vetrar.
Gleðiefni mikið er það.

Við erum því með eitt herbergi laust sem við vitum ekki hvað eigi að gera við annað en að geyma handklæðin þar.
Kannski, skrifstofu, leikherbergi með bílateppi, dúkkuhúsi playmo o.fl. eða jafnvel bara gestaherbergi eða saumaherbergi.
Hvað finnst ykkur nú sniðugasta hugmyndin, eða dettur ykkur eitthvað annað í hug?

Tuesday, January 17, 2006

Frábæri Kárastígur

Þó svo að hér hafi í síðasta bloggi fyrir ykkur erfiðleikum kommúnulífs verið lýst má ekki gleyma hversu frábær Kárastígurinn er.
Hann er staðsettur í hjarta borgarinnar og er algjör óþarfi að fara út úr 101 til að lifa ágætislífi. Þetta þýðir að allt er í göngufæri sem er bæði holt og ódýrt.
Fólkið sem hér hefur hlotið aðsetur og mun að öllum líkindum búa hér áfram, hildur og mundi (litlir þrælar) erum afar gamansöm og oft þarf lítið til að kæta kárabúa.
Hér er aldrei nein lognmolla og alltaf í nógu að snúast, þó svo að alltaf sé einnig tími til þess að slaka á. Allir geta skemmt sér saman yfir sjónvarpinu, spilum eða spjalli og með því í eldhúsinu. T.d. er í gangi þessa dagana rommíkeppni sem er stórskemmtilegt dundur svona í skammdeginu. Þrifnaðarmálin eru góð (þökk sé liddu). Alltaf er skemmtilegt að sjá munda með klósettbustann á lofti að raula madonnnu og er hann ólatur við þennan iðnað. Nóg er plássið og andrúmsloftið er stórmagnað og skemmtilegt hér á Kára.
Pistill þessi er ekki eingöngu ritaður til þess að upphefja sjálf okkur heldur aðallega til þess að benda fólki á þá staðreynd að nú hefur losnað eitt herbergi í þessu góða húsi og býðst það til leigu fyrir þá sem vilja búa með þessu sómafólki sem við erum. Nú er bara að grípa tækifærið og upplifa hluti sem ekki allir fá að upplifa.
Matti ákvað nefninlega að flytjast til danaveldis á vit örlaganna og verður það eflaust gaman.

Monday, January 16, 2006

Viðburðarík helgi

Þessi helgi einkenndist af djammi og sofandi dögum.
Á föstudaginn var haldið í innfluttningspartý hjá Ásu og Ellert og var það stórskemmtilegt. Við komum reyndar svoldið seint því aldrei gátu allir verið tilbúnir í einu. Við komumst þó að lokum á leiðarenda, ég, helga, biggi og hildur. Leiðarendinn var lengst í burtu í Kópavogi og sáust skíðalyfturnar í bláfjöllum frá svölunum. Þar skemmtum við okkur konunglega og fórum svo í bæinn.
Á laugardaginn lágum ég biggi og helga hér eins og draugar og horfðum á ekkert í sjónvarpinu og átum pizzu. Ég og helga brugðum á það ráð að leggja okkur síðla dags. Ég vaknaði upp með látum um sjö. Djö.. ég á að vera mætt í tvítugsafmæli hjá hönnu eftir klukkara. Það hafðist þó að komast þangað á góðum tíma en biggi og helga komu mun seinna. Svo var farið aftur í bæinn og fór ég í mýflugumynd á skímó en ákvað skynsöm að koma mér heim eftir stutta stund.
Það er svoldill kommúnubragur hér á kára um helgar. Fullt af fólki gisti hér, ýmist á mínum vegum eða matta. Dagarnir einkennast svo af þreyttu fólki liggjandi hist og her um íbúðina að borða take away mat og ganntast yfir gærkveldinu.
Þetta er svosem ágætis fyrirkomulag að öðru leiti en því að allt er hér fínt á föstudegi. Á sunnudagskveldi eru svo allir gestir farnir til síns heima og þú situr ein eftir í drasli og pizzakössum og átt eftir að læra.

Sunday, January 15, 2006

Merkilegt

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuunn les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled.

Wednesday, January 11, 2006

Hættið að lesa

Ég vil hvetja alla til þess að horfa á Kastljós kvöldsins (annað hvort í endursýningu eða á netinu). Taka ábyrgð og hætta að lesa DV

Wednesday, January 04, 2006

Annáll 2005

Nú þykir enginn maður með mönnum nema að birta á bloggsíðu sinni annál liðins árs svo nú munum við reyna að gera árinu 2005 skil.
-Árinu 2005 var fagnað á dansiballi á Selfossi þar sem Bjórbandið lék fyrir dansi og í Frímanshúsi þar sem drukkið var Wiský.
-Janúar kom sem köld vatnsgusa í andlitið með skólahaldi og öllu sem því fylgir. Við fórum aftur á Kárastíg en þar var margt um manninn fyrstu mánuðina. Þorrablót Eyrbekkinga var haldið þennan mánuðin og sóttum við það bæði tvö.
-Febrúar gekk í garð með slyddu og él. Stuttur mánuður og fátt til tíðinda. Skunduðum við á árshátíð þennan mánuðinn og Þórhildur kom heim og hélt stórskemmtilega útskriftarveislu. Eldhús Kárastígsins var endurgert við góðar undirtektir. Dyrabjallan var biluð þennan mánuðinn
-Ekki dró margt til tíðinda í marsmánuði. Dyrabjallan var þó löguð og lífið gekk sinn vanagang.
-Í apríl var páskafrí, ég hélt afmælisveislu mína. Þá fluttu Tóta og Matti út eftir langa bið. Viið fengum líka nýtt sófasett.
-Í maí voru allir í algjörum prófmongólíta og ekki gerðist neitt markvert í mánuði þessum, við fengum þó nýjan vatnslás meira að segja krómaðann vatnslás.
-Sumarfríið langþráða gekk í garð. Við leigðum Kára litla og fluttumst austur. Ég fékk vinnu hjá hreppnum og Mundi vann í Mollinu. Jónsmessan var haldin og réð gleðin völdum í þessum mánuði. Við ólum mannin að mestu á Háeyrarvöllum 52 í hundalífi þennan mánuð.
-Mundi litli varð sjálfráða í Júlí, grillaður var humar og farið í útileiki af þessu tilefni. Við héldum líka á feiknarskemmtilegt ættarmót.
-Ágúst hófst á þjóðhátíð, auk þess fór ég í fáránlega skemmtilega reisu til Portúgal. Hófst skólahald aftur og settumst við í 5. og 6. bekk
-Í september gerðist sá sorglegi atburður að Friðjón vinur okkar lést. Blessuð sé minning hans. Ágústa lagði land undir fót og fluttist til Bristol.
-Oktober kom og fór og Helga Þórey varð sjálfráða. Hildur fór á árshátíð og Mundi til Þýskalands og til Danmerkur. Þórhildur fluttist aftur til Frankfurt eftir stutta dvöl og Matti flutti inn.
-Nóvember er yfirleitt leiðinlegasti mánuður ársins en þessi var fínn. Fórum í sumarbústað og var það konunglega skemmtilegt.
- Jól og áramót í desember og voða gaman
-Árið var svo kvatt með Dansiballi á Selfossi og í Frímanshúsi
Svona komið gott
Bless Kex