Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, May 21, 2006

Alveg í ruglinu á síðustu metrunum!

Ég klár þett stúdpróf eft minn en tólf tím!
Nú er ég rétt að detta í sumarfrí, þvílík gleði, ánægja, spenna, stress, vitleysa, rugl, stærðfræði, fáránlegheit og þar fram eftri götunum.
Nú get ég ekki meira, það er bara lífsins ómögulegt að leggja 100 sannannir og 50 skilgreiningar á minnið og fyrir utan það að kunna trilljón dæmi.
Ég hef því formlega gefist upp á síðustu metrunum, kannski það sleppi nú.
Er samt að hugsa um að prófa að hringja upp á skrifstofu klukkan átta á morgun og segja mig úr skólanum, svona nokkrum mínútum áður en prófið byrjar. Þá væri ég líklega búin að skrá nafn mitt á spjöld sögunnar, eða sögu þessa skóla. Það væri sko húmör.
En mig þyrstir í að vita hvort maður sé orðinn vitlaus og eigi erindi á vitlausraspítala ef maður er farin að tala við sjálfan sig heilu og hálfu dagana og gera svo alls kyns vitleysu sem heilbrigt fólk gerir e.t.v ekki.
Hef nefninlega verið í einangrun á Káranum þessa helgi, eða síðan á fimmtudag og dundað mér við stærðfræðina og talað við sjálfan mig. Voða spes.
En á morgun, já á morgun er loksins kominn 22. og þá mun rúmlega mánaðar törn minni í prófum ljúka.
Nú ætla ég samt að lesa smá meira og athuga hvað gerist með geðheilsu mína
Verið þér sælir herra jeremí

Tuesday, May 16, 2006

Skelfing sniðugt

Já maður spyr sig, afhverju erum við ekki sofandi þar sem við erum ekki að læra. Jú það er af því að við erum bæði skelfingu lostinn. Það stafar af því að Hildur sat við stofuborðið og alveg búin að sökkva sér ofan í Gunnarshólma (ljóð eftir Jónas Hallgrímsson) og Mundi situr og spjallar við múttu sína, svo leggur hann tólið á og spyr Hildur ertu með kók. Hildur alveg komin í Rangárvallasýsluna í huganum tautar nei. Hildur er svo rétt að setja punktinn við hólmanum þar sem Gunnar snéri aftur þegar púði kemur fljúgandi á fullri ferð. Þá kemur að því sniðuga hann skall beint á hálfslíter tuborg (árborg) glas fullt af vatni með þeim afleiðingum að vatn slettist út um allt og glerbrot flugu um alla stofuna. Svipurinn á Munda var alveg óborganlegur þegar hann gargaði með grátstaf í kverkunum ÞÚ LAUGST. En snilldin við þetta er sú að með þessu áframhaldi þurfum við aldrei aftur að vaska upp.
Af öðru leyti er allt gott að frétta af Káranum. Mundi er á hnjánum að skúra og klárar nú senn prófin. Síðasti lærudagur hans er í dag og hefur hann tileinkað morgundaginn þrifum.
Dyrabjallan er biluð aftur, þessi bilun er heldur verri þar sem hún bitnar á okkur sjálfum en ekki gestum. Síðast þurftu gestir bara að hringja á undan sér eða gera vart við sig með öðrum hætti. Nú þurfum við aftur á móti að hlaupa á harðaspretti niður allar tröppurnar og hleypa fólki inn þar sem lyklatakkinn á dyrasímanum er hættur að virka sem skyldi. Vesen
En jæja nú er komið að ferðalokum.
Verið þið sæl

Monday, May 15, 2006

Eftir viku...

Já, eftir viku eru þessi próf liðin tíð. Eftir nákvæmlega viku verð ég líklega að ganga út úr munnlegu stærðfræðiprófi og þar með að ljúka skólagöngu minni í bili. Ótrúlegt hvað þetta hefur allt liðið ótrúlega hratt. Finnst eins og ég hafi byrjað í gær.
Hef ekki lesið orð um helgina,sem er nokkuð slæmt. Ég er nefninlega að fara í munnlegt íslenskupróf á fimmtudaginn og er ekkert mjög klár í svoleiðis stússi, að túlka eitthvað og svoleiðis vesen. Því verð ég nú að koma mér í gírinn aftur og klára þessa viku sem virðist þó vera óyfirstíganlegt verk.

Leiðindarfrétt þetta með Eyþór. Við verðum þó bara að vona það besta, að fólk gangi til kosinga og kjósi málefni. Sjálfstæðisflokkurinn í árborg býður enn fram sterkan lista, þrátt fyrir þetta atvik. Flokkurinn talar fyrir góðum málefnum og ég held því að staða hans í árborg sé enn sterk. Því verður þó ekki neitað að þetta atvik hefur eflaust einhver áhrif en við skulum vona að þau verði sem minnst.

Heyrumst eftir viku, þá mun mikil gleði ríkja og bjartari tímar framundan

Sunday, May 07, 2006

Það sem okkur leikur hugur á að vita

Gaman væri ef einhver sem þvælist hingað inn gæti svarað nokkrum spurningum sem hafa vaknað upp í kollum okkar núna í prófalestri.
Eru allir fílar gráir? eru ekki til brúnir fílar?
Hvert er pH gildi gúrku?

Þetta er svona það sem við höfum verið að velta fyrir okkur í dag.
Það er búið að vera virkilega gott veður í höfuðborginni í dag. Við stálumst því út í smá göngutúr settumst fyrir utan brennsluna og fengum okkur kók og sleiktum sólina, það er nefninlega alveg að koma sumar. Mikið verður þetta gott sumar, við ætlum að gera allt sem okkur langar til og vera alltaf úti í góða veðrinu og að skemmta okkur meira en góðu hófi gegnir. Mundi fer svo til Tyrklands og Hildur til Bretlands. Einhvernvegin er allt skemmtilegt nema að læra og freistingar í hverju horni. Heppilegt hvað við höfum gífurlega góðan sjálfsaga, enda þekkt fyrir það.
Það sem er skemmtilegast við þennan dag er að eftir nákvæmlega tvær vikur get ég sagt: "á morgun ætla ég að..." og endað setninguna svo á einhverju skemmtilegu.

Jæja nú get ég bara ekki bullað meira og því komin tími til að fara að drekka í sig smá fróðleik.
Verið þið sæl að sinni og njótið góða veðursins
KS. á Kárastíg

Wednesday, May 03, 2006

Góðan og blessaðan...

Oft er þörf en nú er nauðsyn. Hver vill koma og vera húsmóðir á Kárastígnum? Frítt uppihald og allur pakkinn ókeypis. Þarf bara að þrífa, vaska upp og elda, ekki verra ef sá hinn sami kann eitthvað örlítið fyrir sér í pípulögnum og er heldur fyrirferðalítill.
Prófin komin á milljón hjá Munda núna svo nú erum við tvö til þrjú alveg í mongólítanum á Káranum. Voða gaman og mikið stuð. Höfum meira að segja að notað stuðgleraugun (af Holtsgötunni) óspart. Við höfum fundið upp á ótal leikjum fyrir fólk sem vill gera eitthvað skemmtilegt en líta út fyrir að læra. T.d. orðabókaleik, spurðu út úr stæðfræðireglum leikurinn, metingur um blaðsíðutal, syngja leiðinleg lög og láta aðra fá þau á heilann, sá vinnur sem kemur með leiðinlegasta lagið. Velja prófalög, endilega komið með hugmyndir, fara skriffærastríð o.m.fl.