Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, March 31, 2004

Fallinn með 4,9

Þá sjaldan að ég er bugaður þá er það núna! Eins og tveir vita þá féll ég á einni villu, þeirri fjórtándu, á jóla/stúdentsprófinu mínu í stafsetningu um jólin. Þá var mér gert að mæta í endurtökupróf og ég gerði mér lítið fyrir og mætti í það á mánudaginn var. Fyrir um það bil þremur og hálfum tímum komst ég svo að því að leikurinn hafði endurtekið sig, ekki gott það. Ég fór að renna yfir prófið og sá þá, mér til mikillar undrunnar, að íslenskukennarinn minn hafði ekki fundið nema ellefu villur í prófinu mínu, sem hefði dugað og vel það. En arnbjörn, sem er einmitt kennarinn hennar Hildar, gróf upp þrjár villur í viðbót. Ég átti náttúrulega ekki von á þessu og brast í grát á göngum skólans og mætti ekkert meira þann dag heldur gekk kjökrandi upp skólavörðustíginn og lagðist í fleti mér. En nei þarna missti ég mig og sagði hvað mig langaði að gera en ég er svo mikið karlmenni að ég fór í útileikfimi og svo í ensku í pínulítilli stofu og illalyktandi(stofan hjá hildar bekk). Ég neyðist sem sagt til að fá yfir sjö í vorprófinu í íslenskum stíl, sem er ekki gott, en blessast vonandi. En annað er það þó sem bugar mig enn meira því sú hugmynd hefur skotið upp kollinum hér innandyra að hafa svo kallaðan "reynslumánuð" í september í haust, þar sem mér er gert að búa með Hildi í herbergis kitrunni sem hún og ágústa hafa alið mannin undanfarna tvo vetur. Það verður fróðlegur mánuður. Að öðru leiti er lítið að frétta en ég vil þakka Þórhildi fyrir blandið í pokanum sem hún sendi okkur úr útlandinu. Svo fer nú að líða að páskafríi og er ekkert slæmt af því að segja og ég hvet alla með aldur til þess að fara á rauða húsið þann tíunda næsta mánaðar þar sem verður mikil gleði og eintóm hamingja. Nú er hinsvegar mál að fara að lesa jarðfræðiglósurnar sínar fyrir prófið á morgun. kveðja Mundi

P.S. ég hvet alla til að vera duglega að kommennta og rita nafn sitt í gestabók.

Tuesday, March 30, 2004

þar sem vinir okkar Valli og hundurinn hans Kobbi....

Ja hérna nú eru aðeins þrír skóladagar eftir, hugsið ykkur þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar. Í gærkvöldi brugðum við okkur út úr húsi aldrei slíku vant. Við (ég og mundi) fórum í heimboð í Goðheimana til hans Bigga. Ég sýndi þar mikið hugrekki og tók strætó sem er annars verkfæri djöfulsins að mínu mati. Ég er alltaf hrædd um að taka vitlausan strætó eða fara í vitlausa átt eða eitthvað og svo kostar það formúgu að fara með þessu tæki. Ég viltist eitt sinn í strætó, ég var að fara að borða á pottinum og pönnunni (í Nóatúni) fyrir árshátíðina. Ég sá að ég yrði að taka strætó til þess að komast á staðinn og skoðaði leiðarkortið mjög vel og fékk góðar ábendingar hjá góðu fólki um hvar ég ætti að fara út. Ég var ansi stressuð en ákvað svo bara að kýla á þetta. Það endaði með því að ég fór of langt og fór upp í Glæsibæ. Þar var ég föst og hringdi í móðursýkiskasti í Bjarna Gunnar, sem var í Smáralind, og hann kom og náði í mig og skutlaði mér á pottinn og pönnuna og bjargaði þar með lífi mínu. Ég ákvað þá að taka aldrei strætó aftur.

Ég er svo búin að panta mér far með Herjólfi til Vestmannaeyja föstudaginn 30. júlí 2004. Ég finn fyrir svona kvíðablendinni tilhlökkun til þessarrar ferðar. En ég er viss um að þegar nær dregur og sjóveikistöflurnar komnar ofan í maga verður það einungis tilhlökkun.

Monday, March 29, 2004

Ég gat sannað alveg eftir minni reglu 16 í frímínútum fyrir stærðfræðiprófið. Hún var efst á stærðfræðiprófinu og þá bara BÚMM og allt horfið. Ég kann ekkert að reikna svona dæmi, ex í veldinu þrír deilt með átta plús sjö og allt það deilt með ex í öðru mínus ex í veldinu átta fimmtu plús ex í veldinu tólf fimmtu. Ágú: þetta er í bókinni. Ég kann það samt ekki. Séns. Djöfullsins pest er af þessu ilmvatni.
Kveðja Mundi
p.s. óska eftir lausnum

Wednesday, March 24, 2004

Uppselt

Helvítis miðarnir á Pixies eru búnir. Mig langar svo geðveikt á þessa tónleika..Ég og Guðmundur hlupum eins hratt og við gátum (sem er ekki mjög hratt) alla leið upp í skífu í hádeginu í þeirri von að fá miða en NEI þeir voru búnir. Ég sé svo eftir því að hafa ekki bara keypt miða á Kraftverk og þá hefði ég getað fengið miða á Pixies í leiðinni. Hinir fjölskyldumeðlimirnir fara samt allir, heppnin var með þeim og þau fengu miða. Annars eru allir komnir með eitthvað heilsubrjálæði á heilan hérna. Ágú og Tóta eru ofurduglegar og stunda líkamsrækt á næstum hverjum degi og fara meira að segja út að skokka þegar vel liggur á þeim. Kókdrykkja er meira að segja illa séð á þessu heimili og er það nú saga til næsta bæjar. Annars er allt með það sama hérna á Kára ég og Guðmundur erum að drukkna í prófum og allir hlakka til páskaleyfisins sem hefst eftir einungis eina og hálfa viku.

Monday, March 22, 2004

Einn mánudagur

Jæja, nú er aðeins einn mánudagur fram að páskafríi. Gleður það mig óstjórnlega mikið. Ég skrap aðeins á Hellu um helgina. Þar hafði ég leigt sumarhús með bekkjarfélugum mínum. Þar fundum við okkur ýmislegt til dundurs og var þetta hin ágætasta ferð. Ég varð reyndar fyrir því óhappi að það var ælt yfir allt draslið mitt og var það ekki skemmtileg reynsla. Garðar komst víst ekki lengra en í mitt rúm til þess að æla. Guðmundur greyið er nú með tárin í augunum. Hann heldur því fram að J.R.R Tolkien hafi verið á sýru þegar hann samdi Hobbit. Guðmundur er nefninlega að fara í próf á morgun og þarf að lesa þessa ansi skemmtilegu bók í dag. Grey Mundi litli er svo jarðbundinn að honum finnst þetta bara leiðinlegt.

Friday, March 19, 2004

Gettu betur

Sorgaratburður átti sér stað í Vetrargarðinum í Smáralind í gær. MR-ingar duttu út úr spurningakeppninni Gettu betur í fyrsta skiptið síðan 1992. Við töpuðum fyrir Borghyltingum og var ástæðan fyrir því einföld. Þeir voru betri. En allt tekur einhverntíma enda og það hlaut að koma að þessu. Við komum bara tvíefld til leiks næsta vetur og tökum hljóðnemann aftur í okkar hendur. En nú er það bara að duga eða drepast fyrir Borghyltinga. Þeir verða nú að klára þetta til enda og mega alls ekki láta bikarinn fara til Verslinga. Ég get ekki hugsað mér verri úrslit en að bikarinn endi hjá bókurunum í ofanleitinu.

Thursday, March 18, 2004

Hversdagslífið

Jæja Lidda mín þér verður við ósk þinni. Það er allt med det samme á Kára hjá okkur, alltaf voða fínt og heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Tóta fimleikadrottning er samt ekki enn búin að laga rúðuna og ef mér skjátlast ekki eru öll blómin tæplega lifandi :) Lára á neðri hæðinni gerir líka í því að vera leiðinleg og pirrandi og það er ekki lengra síðan en í síðustu viku þegar hún kom upp og skipaði mér að ryksuga. Ég skil bara ekki hvað svona fólki gengur til. Ef þetta ryk sem gerir engum mein pirrar hana svona mikið þá er henni guðvelkomið að ryksuga það en annars á hún bara ekkert að vera að skipta sér af okkar business. En fyrst ég er farin að tala um viðhald á heimilnu þá óska ég hér með eftir einhverjum símasnillingi sem gæti komið hingað og fixað fyrir okkur símann.
En jæja þá er þessu íbúðaryfirliti aflokið. Ég ætla að gleðja lesendur þessarar síðu með því að benda á að nú eru einungis tvær og hálf vika í páskafrí en það gera 12 skóladaga. Eftir páskafrí eru svo bara nokkrir skóladagar, próf og svo sumar:) Það er nú samt svolítið fyndið að í hvert skipti sem sólin gægist fram fyrir skýin þá halda allir að það sé komið sumar. Um daginn fylltist Austurvöllur t.d. af fólki sem var að kaupa sér ís og spilla alls kyns útileiki og allir voru komnir á stuttbuxur og voða sumarlegir samt var hitinn ekki nema 7 gráður sem telst kalt á flestum öðrum stöðum í heiminum(held ég).

Sunday, March 14, 2004

Þá er kominn sunudagur

og í þetta skiptið munum við halda okkur við rætur Snæfellsjökuls....Nú er helgin flogin frá. Ég vaknaði fyrir allar aldir á laugardagsmorguninn og hélt ásamt Helgu og Bigga Matt til Reykjavíkur. Ferðinni var heitið í Valhöll þar sem ég og Biggi áttum að mæta í stjórnmálaskóla. Var það ansi fróðlegt og skemmtilegt, þó að það hafi verið erfitt að halda sér vel vakandi á tímum. Davíð Oddson setti námskeiðið og svo kom hver ráðherrann á fætur öðrum og hélt stutta tölu. Aðalatriðið var að kynna okkur fyrir flokknum og segja okkur frá afrekum hans og stefnu. Fundurinn endaði svo klukkan hálf fimm og síðustu fyrirlesarar voru Gísli Marteinn, Stebbi Hilmars og Þorbjörg formaður sus. Þá var haldið á Kaffibrennsluna til þess að fá sér eitthvað í gogginn fyrir heimferðina. Ég fór svo bara snemma í ból þetta kvöld. En ekki er sömu sögu að segja af honum Munda litla. Hann hélt í Götuhús annað kveldið í röð og skemmti sér þar fram undir morgun. Við héldum svo saman á Rauða húsið í dag og horfðum þar á einn fótboltaleik. Þar atti Liverpool kappi við Southamton og fór Southampton með sigur af hólmi. Kætti það Munda mjög eftir að hann hafði verið í mikilli niðursveiflu eftir að Man. City hafði sigrað Man. Utd..

Saturday, March 13, 2004

laugardagur, 13. mars 2004

jæja, þá er enn ein söguplatan farin að...
en hvað um það ég ætla hér með að rausa pínu lítið í fyrsta skipti og og þess vegna verður þetta þunnt kaffi núna, svo er óskar líka að bíða eftir mér úti í sjoppu svo ég ver fljótur. En sem sagt´helgin hingað til hefur verið ágæt, byrjaði á að ég kom heim á karastíginn og var einn í kotinu. Þá dreif að hana Hildi sem kom heim úr skólanum ansi hress sönglandi T.G.I. Friday og stakk svo af með bjarna í menninguna og góðaveðrið á bakkann. svo komu matti og ágústa og tóta heim, en fóru svo eftir stuttann dans í leikfimi nema matti sem fór til magga úti í hafnarfj. Svo kom settið í bæinn og við fórum á tónleika sem mér fannst góði er gamlafólkinu blöskraði háfaðinn fyrir hlé. Svo fórum við og fengum okkur að borða og svo heim. Er heim var komið fór ég til Nönnu Báru ásamt nokkrum krökkum sem voru þar fyrir og var þar aðeins fram eftir. Vaknaði svo eldhress klukkan eitt í dag og fór í jarðarför og hef mikið til ekki gert neitt annað, en þetta held ég sé orðið það langt að éef ég myndi rekast á svon blogg á síðu nennti ég ekki að lesa það, svo ég segi bara bless, ekkert stress... og þar fram eftir götunum. og nota bene, ég mundi skrifaði þetta og hildur fékk ekki að lesa þetta yfir fyrir byrtingu þó svo að það standi psted by hildur. kv, mundi.

Thursday, March 11, 2004

Allt tilbúið

Jæja nú er þetta allt komið, gestabók, kommentakerfi og alles. Samt nokkrir hnökrar eins og t.d það að gestabókin heitir gestabók Guðmundur, það er bara skondið. En ég ætla þakka systkinunum frá Tungötu 35 fyrir góðar móttökur.
Ég var nær dauða en lífi í skólanum í dag af einskærri heimsku. Í dag var nefninlega gangaslagur. Gangaslagurinn er aldargömul hefð sem snýst um það að 6. bekkingar eiga að reyna hringja bjöllunni en hinir nemendurnir reyna að sporna gegn því að bjöllunni verði hringt. Þessi átök eru ekki fyrir lítið fólk eins og mig. Ég lenti í miðri þvögunni og stóð því allar frímínúturnar með olnboga í hálsinum og axlir í augunum. Ekki gott það. Í hita leiksins koms svo risafótur og sparkaði af mér gleraugunum með þeim afleiðingum að þau beygluðust öll og skekktust. Þá forðaði ég mér með miklum erfiðleikum. Næst mun ég halda mér utandyra.

Wednesday, March 10, 2004

Seint af stað

Þessi raussíða er nú dulítið lengi að komast af stað, vantar enn kommentakerfi, gestabók og kannski eitthvað fleira sniðugt. Það er bara búið að vera svolítið mikið að gera síðustu daga en bíðið bara róleg og þá mun þetta allt koma. En ég býst ekki við því að neinn hafi heimsótt þessa hálfkláraða síðu svo að við erum kannski að blogga til einskis en þetta kemur allt saman..:)

Monday, March 08, 2004

Pikkles

Þar sem við erum ekki svo mjög raussíðuvædd þá erum við í smá pikkles með tímasetningu og hvernig við getum breytt hver er posted fyrir rausinu, á samt vonandi allt eftir að koma
Nú virðist enginn vera maður með mönnum nema hafa sína eigin raussíðu svo að við ákváðum að prófa að rausa. Nóg gerum við nú víst annars af því að rausa og tuða allan daginn, og hví ekki að setja það á netið.